Mazda afhjúpar spennandi hugmyndabíl í Tókýó

Mazda hefur nú afhjúpað nýjan hugmyndabíl, Mazda Iconic SP, á “Mobility show” sýningunni í Japan.

Mazda Iconic SP er hugmyndabíll af sportbílagerð. Hann er hannaður fyrir nútímann og til að vekja upp sterkar tilfinningar hjá fólki sem einfaldlega elskar bíla sem veita hámarksakstursánægju.

Drifrásin samanstendur af rafvél og tveggja brunahólfa Wankel rotary vél sem staðsett er fyrir miðju bílsins til bæta þyngdardreifingu og hámarka aksturseiginleika. Ef rafmagnið þrýtur þá framleiðir Wankel vélin rafmagn inn á drifrafhlöðu bílsins. Vélin er fyrirferðarlítil og þess vegna opnast ýmsir möguleikar til að halda lágum þyngdarpunkti í bílnum og bæta akstursgetu.

Drifrafhlaðan er hlaðin með endurnýjanlegum orkugjafa og Wankel vélin er knúin af kolefnishlutlausu eldsneyti. Mazda Iconic SP hugmyndabíllinn er 370 hestöfl en er aðeins 1.450 kg.

Bíllinn er með fagurrauðum ‚Viola red‘ lit í anda Mazda hugmyndafræðinnar sem leitast við að auðga lífið.

Masahiro Moro, forstjóri Mazda, segir: „Mazda mun alltaf afhenda fólki faratæki sem minnir það á að bílar veita hreina gleði og eru ómissandi hluti af lífi þeirra. Mazda fyrirtækið elskar bíla og fjöldaframleiðir einstaka hreyfiupplifun, auk þess að vera staðráðið í að móta framtíðina með samstarfsaðilum sem deila sama markmiði. Svo ekki sé minnst á aðdáendur okkar sem allir geta með stolti sagst elska bíla.“